Rings

Veislan í tjaldi

veislanitjaldiÞað er einstaklega skemmtilegt að halda veislur utandyra. Við Íslendingar eigum að nýta okkur þetta stutta sumar sem við höfum vera úti. Þar sem við getum ekki alveg stólað á hvort hann haldi þurr er sniðugt að vera með partýtjald. Þau eru til í nokkrum stærðum og gerðum. Einnig er mjög gott að eiga til gashitara sem gerir oft gæfumuninn. Gangi ykkur vel!

Leiga á veislutjaldi: Smærri tjöld (20-60 m2) eru á verðbilinu 22.000-35.000 kr. Þegar um stærri tjöld er að ræða, svokölluð brúðkaupstjöld, er miðað við 750 kr./m2 og þannig myndi 100 m2 tjald því kosta 75.000 kr. Einnig er hægt að leigja tjald með tré- eða plastgólfi, svo og borð og bekki. Greitt er sérstaklega fyrir uppsetningu og flutning á tjaldinu, sé þess þörf. Verðdæmi frá Seglagerðinni Ægi.

Höfundur: Heiðdís Lilja
Grein úr Nýju lífi