Rings

Vatn og aftur vatn

vatnLíkaminn samanstendur af ýmsum efnum en þrír fjórðu hlutar hans eru vatn. Við þurfum að drekka að minnsta kosti 8 glös á dag til að líkaminn geti sinnt starfi sínu eðlilega. Fái líkaminn ekki þetta vatnsmagn bregður hann á það ráð að taka vatn frá líffærum á borð við ristilinn, sem getur haft slæmar afleiðingar í för með sér. Mælingar sýna þessu til stuðnings að í 90% tilfella orsakast harðlífi af vatnsskorti. Líkaminn losar sig við 2,5 lítra af vatni á dag í gegnum þvag, hægðir, svita og útgufun. 

Lækningamáttur vatnsins

Þegar við fáum höfuðverk er ástæðan oft sú að líkamann vantar einfaldlega vatn. Þetta getur einnig átt við um bakverki og liðverki svo dæmi séu tekin. Fólk sem þjáist af streitu eða síþreytu ætti að drekka mikið vatn, sem getu spornað við þessum einkennum. Vilji maður léttast er ráðlegt að drekka 2 til 3 lítra af vatni á dag og þá ísköldu, því það tekur líkamann svolítinn tíma að hita vatnið sem eykur aftur á móti brennsluna. Ef þú vilt nota vatn til hreinsunar á líkamsstarfseminni skaltu sjóða það og láta það standa þar til það nær stofuhita. Sértu með þurra húð er um að gera að auka vatnsdrykkjuna.

Það er alveg ótrúlegt hvað vatnið gerir. Verum börnum okkar góð fyrirmynd og höfum vatn á boðstólnum í öll mál.

Höfundur: Guðbjörg Magnúsdóttir