Steggjapartý
Gæsa- og steggjapartýin eru í dag með mjög svipuðu sniði. En hér áður fyrr gerðu menn mikið úr því að þetta væri síðasti sjéns fyrir stegginn að sletta ærlega úr klaufunum og kíkja á aðrar stelpur. En það hugarfar er sem betur fer mikið til horfið og aðalatriði er að menn hittist og geri eitthvað skemmtilegt saman. Munið bara að gera ekkert sem verður ekki jafn fyndið morguninn eftir eins og að lita hárið á honum blátt eða fara í púttuhús!!
Planað
Bróðir eða besti vinur ætti að taka það að sér að sjá um undirbúninginn. Sá aðilli ætti að vita það best af öllum hverjir standa steggnum næstir. Kynnið ykkur hvort það séu einhverjir vinnufélagar sem hann myndi vilja hafa með.
Praktík
Munið að taka videokameru og myndavél með og takið upp allt heila klabbið. Það er ómetanlegt að eiga þennan dag festann á filmu. Einnig er nauðsynlegt að borða vel til að vínið leggist ekki illa í menn. Verið með peningamálin á hreinu og látið alla borga fyrirfram svo að það verði engin leiðindi. Ef hópurinn er stór þá er gott að hafa í huga að á mörgum stöðum eru veittir hópafslættir. Ef ykkur vantar hugmyndir um hvernig þið getið gert daginn ógleymanlega þá er top 10 listi hér fyrir neðan:
Adrenalínfíklar
Það eru ótal hlutir sem hægt er að gera fyrir stráka sem vilja gera eitthvað geggjað. T.d. er vinsælt að fara í listflug, teygjustökk, fallhlífastökk, sigla niður Hvítá eða fara í kappakstur svo eitthvað sé nefnt.
Íslensk náttúra
Landið okkar er alveg magnað og er það ekki að ástæðulausu að fólk hvaðan að úr heiminum kemur til að skoða íslenska náttúru. Það væri góð hugmynd að fara upp á hálendi og leika sér á snjósleðum, fara í hestaferð eða góða fjallgöngu. Munið að taka pelann með!
Pöbbarölt
Það væri hægt að þræða alla bari bæjarins og kynna sér hvað þeir hafi upp á að bjóða. Íslenskt nætulíf er með því betra þótt víða væri leitað. Það verður samt að athuga að hver og einn verður að þekkja sín takmörk og fá sér kannski bjór á öðrum hverjum stað þegar líða tekur á kvöldið.
Dekur og dúll
Það er alltaf meira og meira um það að karlmenn fari á snyrtistofur og láti dekra við sig. Það er upplagt að fara og spila fótbolta eða eitthvað annað og fara svo á eftir í gott nudd. Einnig getið sent stegginn í fót- eða handsnyrtingu til að fullkomna daginn. Eftir þetta væri um að gera að fara í pottinn saman og fá sér einn kaldan. Þá eru allir í top standi fyrir kvöldið.
Veiðitúr
Fyrir stráka með veiðidellu væri frábært að fara saman í veiðitúr. Hópurinn gæti deilt saman nokkrum stöngum og notið fríska loftsins. Ekki skemmir fyrir ef einhver biti á agnið! Eftir daginn væri þá sniðugt að fara heim og elda gómsætan, glænýjan, heimaveiddan fisk og skola honum niður með góðu hvítvíni.
Pókerkvöld
Það eru nú ábyggilega einhverjir gamblarar þarna úti. Hvernig væri þá að hittast í heimahúsi, fá heimsendan mat og spila póker. Ekki gleyma vindlunum og bjórnum.
Helgarferð
Ef menn hafa tækifæri til væri geggjað að fara saman í helgarferð. Hoppa í næstu flugvél og fara á vit ævintýranna ...bara strákarnir! Jibbí J
Slappað af
Sumir kjósa að hafa það rólegt og huggulegt. Væri ekki tilvalið að leigja sumarhús og taka spil og góðan mat með. Þá getið þið í rólegheitunum rifjað upp gamlar og góðar minningar, hlegið og skemmt ykkur í góðra vina hópi.
Steggur býður heim
Það gæti meira en verið að steggurinn vilja bjóða strákunum heim til sín og elda fyrir þá góðan mat. Fyrir íþrótta unnendur þá væri skemmtilegt að horfa saman á fótbolta, box eða eitthvað annað sem í boði er.
Slegið saman
Í dag er algengt að gæs og steggur óski eftir því að halda sameiginlegt partý. Og er í raun allt opið hvað hópurinn getur gert saman. Þá væri sniðugt að einn strákur og ein stelpa sæju um undirbúninginn og fyndu eitthvað skemmtilegt að gera við allra hæfi.