Rings

Reykingar og kílóin

reykingarÞað hefur alltaf verið talað um að reykingar séu eitthvað grennandi. En samkvæmt viðamiklum rannsóknum sem gerðar voru í Bandaríkjunum er þetta alrangt. Rannsóknin stóð yfir í nokkur ár og það kom í ljós að þeir sem reyktu voru ekkert grennri en þeir sem reyktu ekki. Og þeir sem reyktu voru í mun verra líkamlegu ástandi.

Það eru margir sem þora ekki að hætta að reykja einungis við þá hræðslu að fitna. Ef þú ert að hugsa um að hætta að reykja, ekki örvænta.  Það er ekki sígarettuleysið sem fær þig til að fitna, heldur er það algengt að fólk byrjar að úða í sig mat og hreyfa sig lítið. En rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að þeir sem hætta að reykja byrja að hreyfa sig meira og þótt þeir borði meira er það bara í fínu lagi því það fer bara með brennslunni. Þetta hangir allt saman, um leið og maður byrjar á einu í áttinni að heilbrigðara lífi þá kemur það næsta. Þannig að ef þið langar að hætta að reykja og hugsanlega lengja líf þitt "just do it".

Höfundur: Guðbjörg Magnúsdóttir