Rings

Réttur hjónabandsins

retturVissir þú að:

  • Ekki eru til nein lög um fólk í óvígðri sambúð.
  • Um hjón gilda ákveðin lög.
  • Sambýlisfólk hefur ekki sömu réttindi og skyldur og hjón.
  • Hjón hafa ákveðnar skyldur og réttindi.
  • Fólk öðlast ekki nein lögformleg réttindi þrátt fyrir að hafa verið í áratugi í sambúð.
  • Fólk öðlast ákveðin lögformleg réttindi þegar það gengur í hjónaband.
  • Engin helmingaskiptaregla gildir ef fólk í sambúð ákveður að slíta samvistum.
  • Helmingaskiptaregla gildir alltaf um hjón, nema annað sé tekið fram í hjúskaparsáttmála.
  • Enginn erfðaréttur gildir milli sambýlisfólks.
  • Erfðaréttur gildir milli hjóna.
  • Fólk sem hefur verið í sambúð hefur engan rétt til að sitja í óskiptu búi ef annar aðilinn fellur frá.
  • Fólk í hjónabandi hefur fullan rétt til að sitja í óskiptu búi ef annar aðilinn fellur frá.
  • Sambýlisfólk hefur ekki gagnkvæma framfærsluskyldu.
  • Hjón hafa gagnkvæma framfærsluskyldu við hvort annað, t.d. við veikindi.
  • Ef hjón skilja að borði og sæng á tekjuminni aðilinn kröfu á hendur þeim tekjuhærri um að fá makalífeyri.
  • Ef sambýlisfólk slítur samvistum á hvorugur aðilinn kröfu á hendur hinum um að fá makalífeyri.
  • Ef fólk á börn utan hjónabands geta þau krafist þess að búi verði skipt upp ef viðkomandi fellur frá, nema sá hinn sami hafi gert erfðaskrá sem kveður á um annað.
  • Tryggingastofnun ríkisins leggur sambúð og giftingu að jöfnu í almannatryggingum eftir tveggja ára, skráða sambúð.