Rings

Panta kirkju og sal

kirkjaÞegar búið er að ákveða dagsetningu fyrir stóra daginn er næsta skref að panta kirkjuna og salinn, ef um hefðbundið brúðkaup er að ræða. Það eru óteljandi atriði sem þurfa að smella saman og leiðinlegt er ef salurinn eða kirkjan sem maður vildi fá eru upptekin á þeim tíma sem maður óskaði sér. Til að koma í veg fyrir öll óþægindi er nauðsynlegt að byrja nógu snemma að bóka allt sem hægt er. Af persónulegri reynslu getur undirrituð staðfest að það margborgar sig að byrja nógu snemma, það er sértaklega mikilvægt að bóka kirkjuna, salinn, prestinn og tónlistarmenn, því þeir eru bókaðir oft meira en ár fram í tímann.

Höfundur: Guðbjörg Magnúsdóttir