Rings

Morgungjöf

morgungjofLöngum hefur tíðkast að brúðgumi færi brúði sinni morgungjöf. Brúðguminn afhendir brúðinni gjöfina ýmist morguninn eftir giftinguna eða að kvöldi brúðkaupsdagsins áður en þau ganga í eina sæng. Hefð hefur skapast fyrir því að konur fái skartgrip í morgungjöf frá sínum heittelskaða.

Fyrr á öldum gat gjöfin verið allt frá dálitlu fingurgulli upp í heilthöfuðból, allt eftir efnahag. Á síðustu öld fengu konur t.d. jarðarpart, hest, kindur, hring, armband, úr eða kaffiborðbúnað í morgungjöf frá eiginmanninum.

Margir hafa talið að með morgungjöf hafi brúðguminn upphaflega verið að borga fyrir meydóm brúðarinnar en hann gat haft efnahagslegt gildi. Þannig gat eiginmaðurinn verið nokkuð viss um að konan ætti ekki von á barni með neinum öðrum og átti því ekki á hættu að hann færi að ala upp annars manns barn.

Frá tímum Grikkja og Rómverja er til sú sögn að morgungjöf til brúðar eigi að vera hringur með demanti, tákni kærleikans.

Höfundur: Sigríður Inga