Rings

Kynlíf og kaloríur

kynlifogkaloriurÞví verður ekki á móti mælt að kynlíf er ágætlíkamsrækt. Einhver hefur nú tekið sig til og mælt hversu mörgum hitaeiningum karlar brenna við hinar ýmsu athafnir ástarlífsins – og fleytt þessum upplýsingum um Netið. Við vitum ekki hversu vísindalegum aðferðum var beitt við útreikninginn og seljum þetta því ekki dýrara en við keyptum það:

Að klæða hana úr fötunum – 12 hitaeiningar.
Að fjarlægja brjóstahaldarann – 8 h. (með báðum höndum), 12 h. (með annarri hendi) eða 85 h. (með tönnunum).
Að setja smokkinn á liminn – 6 h. (þegar hann er stinnur), 315 h. (þegar hann er ekki í reisn).
Að leita að snípnum – 8 h.
Að leita að g-blettinum – 92 h.
Samfarir í trúboðastellingunni – 12 h.
Samfarir í 69 stellingunni – 78 h. (á rúmi), 112 h. (standandi).
Samfarir við konu aftan frá – 326 h. 
Fullnæging – 112 h. (alvöru), 315 h. (uppgerð).
Eftirleikur – 18 h. (faðmlög í rúminu), 36 h. (strax farið fram úr), 816 h. (rifrildi um að strax var farið fram úr).
Að ná honum aftur upp – 36 h. (20-29 ára karlar), 80 h. (30-39 ára karlar), 124 h. (40-49 ára karlar), 972 h. (50-59 ára karlar), 2916 h. (60-69 ára karlar). Ekki liggja fyrir niðurstöður úr mælingum á körlum yfir sjötugt.

Höfundur: Jónína Leósdóttir
Grein úr Nýju lífi