Rings

Kynlíf gegn þunglyndi

kynlifgegnthunglyndiNýjar rannsóknir benda til þess að kynlífsiðkun geti reynst konum vel í baráttu við þunglyndi. Þetta á þó bara við um óvarin kynmök við karla ...sjálfsfróun og kynlíf þar sem smokkur er notaður gera ekki sama gagn hvað þetta varðar. (Það er vitanlega slæmt á þessum síðustu og verstu tímum þegar hættulegir kynsjúkdómar breiðast út eins og eldur í sinu!) 
Sérfræðingar við New York háskóla segja að við óvarin kynmök berist ýmis efni yfir í konuna með sæði karlsins t.d. testósterón, estrógen og fleiri hormón. Það er einmitt þessi hormónainnspýting sem vísindamennirnir segja að virki eins og þunglyndislyf á konuna. (Hvers vegna eru allir karlmenn þá ekki lausir við þunglyndi? Góð spurning sem ekki fæst svar við hér!)

Sérfræðingarnir í New York komust að þessari niðurstöðu eftir að hafa kannað samspil kynlífs og þunglyndis meðal 300 bandarískra kvenna. Þær sem stunduðu ekki kynlíf eða sváfu bara hjá körlum sem notuðu smokk voru mun daufari í dálkinn en konur sem stunduðu óvarin kynmök. Fræðingarnir vara konur samt við því að grípa til óvarinna kynmaka til að létta lundina þeim geta jú fylgt alvarlegri vandamál en smávægileg depurð.

Höfundur: Jónína Leósdóttir
Grein úr Nýju lífi