Rings

Kveðjugjafir

kvedjugjafirAf hverju kveðjugjafir?

Að gefa kveðjugjöf í veislu er gamall amerískur siður og er þakkargjöf til brúkaupsgesta frá brúðhjónunum. Sífellt fleiri íslendingar taka upp á þessari venju og er hún líka mjög svo skemmtileg. Svo er þetta mjög góð leið til að skreyta borðin hjá gestunum. Venjan var að gefa sykurhúðaðar möndlur, en þær eru sætar og bitrar á bragðið eins og hjónabandið. Einnig eru þær tákn um frjósemi. Kveðjugjafirnar þurfa ekki að kosta mikla peninga né mikla vinnu. Hér er listi yfir kveðjugjafir sem vonandi kveikir á hugmyndaþræðinum. 

  • Hjartalaga konfektmoli eða eitthvað annað í tjullpoka.
  • Lítið sætt kerti.
  • Ilmvatnsprufur í sætum pokum.
  • Uppáhaldsuppskriftirnar á heimilinu í fallegri bók.
  • Skemmtileg spakmæli í lítilli bók.
  • Eitt spakmæli fyrir hvern og einn á fallegan pappír og slaufa utan um nafn gestanna utan á (tilvalið til að merkja borðin).
  • Einnota myndavél.
  • Servíettuhringir.
  • Sulta eða marmelaði í litlum sætum krukkum.
  • Baðkúlur úr Bodyshop í sætum poka.
  • Heimabakaðar smákökur.
Guðbjörg Magnúsdóttir