Rings

Klæðilegt hálsmál fyrir mismunandi vöxt

Vandaðu valið á halsmálinu með tilliti til hvernig skart þú kemur til með að bera og einnig hvaða hárgreiðsla verður fyrir valinu.

halsmal1

Bateau

Þetta háa en flegna hálsmál liggur út á axlirnar og fylgir viðbeininu að framan. 
Gott fyrir þær sem hafa beinabera bringu og/eða lítinn barm. 
Passar ekki fyrir mikinn barm.

halsmal2

Off-The Shoulder

Sýnir vel bringubein og axlir. 
Fallegt fyrir barmmiklar konur, sem geta notað hlýralausa brjósthaldara (Glærir hlýrar gætu verið bjargvætturinn hér). 
Klæðir ekki breiðar axlir.

halsmal3

Halter

Hlýrarnir eru bundnir fyrir aftan hálsinn og oft með alveg beru baki. 
Passar þeim sem hafa fallegar axlir. 
Klæðir ekki breiðar né litlar axlir og byggir á að ekki þurfi mikinn stuðning undir brjóstin. (Þar gæti lausnin verið glærir hlýrar á brjósthaldarann).

halsmal4 

Illusion high

Þetta hálsmál byggir á blúndu eða gegnsæju efni sem leggst vel að bringunni og er oftast bryddað með satínrönd sem minnir á “choker” hálsmen. Passar á mjög fína kjóla og er kynþokkafullt á dömulegan hátt. 
Sérstaklega góð lausn fyrir beinabera bringu

halsmal5 

Portrait

Mjúklega flegið U-hálsmal með fellingu frá öxlum og meðfram að framan og jafnvel að aftan líka. 
Sýnir vel fallag viðbein og bringu. 
Klæðir ekki þykkan háls og bringu og ekki heldur beinabera. 

halsmal6 

Scoop

Þetta U-línu lagaða hálsmál er lika kallað “ballerina”. Getur verið mikið flegið, ef vill. 
Klæðir allann vöxt.

halsmal7 

Strappy

Hlýrarnir liggja beint frá framstykki og yfir axlirnar í bakstykkið. 
Klæðir stinna og fallega handleggi. 
Ekki fyrir barmmiklar konur.

halsmal8 

Square

Alveg þvert og ferkantað. 
Sérstaklega fallegt fyrir barmmiklar konur. 
Klæðir flestalla.

halsmal9 

Strapless

Bæði beint og einnig með spíssum til hliðanna. 
Klæðilegt fyrir breiðar og þykkar axlir. 
Barmlitlar konur, en fylltur brjósthaldari getur bjargað málunum.

halsmal10 

Sweetheart

Hjartalaga og flegið og dregur athyglina að barminum. 
Flottan barm. 
Nýtur sín ekki nema að barmurinn sé góður.