Klæðilegt hálsmál fyrir mismunandi vöxt
Vandaðu valið á halsmálinu með tilliti til hvernig skart þú kemur til með að bera og einnig hvaða hárgreiðsla verður fyrir valinu.
![]() |
BateauÞetta háa en flegna hálsmál liggur út á axlirnar og fylgir viðbeininu að framan. |
![]() |
Off-The ShoulderSýnir vel bringubein og axlir. |
![]() |
HalterHlýrarnir eru bundnir fyrir aftan hálsinn og oft með alveg beru baki. |
![]() |
Illusion highÞetta hálsmál byggir á blúndu eða gegnsæju efni sem leggst vel að bringunni og er oftast bryddað með satínrönd sem minnir á “choker” hálsmen. Passar á mjög fína kjóla og er kynþokkafullt á dömulegan hátt. |
![]() |
PortraitMjúklega flegið U-hálsmal með fellingu frá öxlum og meðfram að framan og jafnvel að aftan líka. |
![]() |
ScoopÞetta U-línu lagaða hálsmál er lika kallað “ballerina”. Getur verið mikið flegið, ef vill. |
![]() |
StrappyHlýrarnir liggja beint frá framstykki og yfir axlirnar í bakstykkið. |
![]() |
SquareAlveg þvert og ferkantað. |
![]() |
StraplessBæði beint og einnig með spíssum til hliðanna. |
![]() |
SweetheartHjartalaga og flegið og dregur athyglina að barminum. |