Rings

Ilmolíur

ilmoliurNotkun ilmkjarnaolía er sífellt að verða vinsælli, bæði hérlendis sem erlendis. Sannað hefur verið að lykt hefur talsverð áhrif á líðan okkar, mun meiri en við gerum okkur grein fyrir. Ilmmeðferð hefur verið notuð mikið til lækninga á ýmsum kvillum. En algengast er að fólk noti þessar aðferðir til slökunar t.d. eftir langan og strangan dag, og þá koma nokkrar aðferðir til greina svo sem nuddolíur, baðsölt eða dropar til innöndunar. Það er gott að ráðfæra sig við fagfólk á þessu sviði sem getur leiðbeint um hvaða ilm maður þarfnast. Það er einnig hægt að nota þetta fyrir börn sem eiga við einhvernskonar vandamál að stríða. En ófrískar konur mega ekki nota hvað sem er, og í bókinni “Aromatherapy-an A-Z” kemur fram að þungaðar konur ættu að varast ilmkjarnaolíur sem innihalda: cedarwood, clary sage, jasmine, myrrh, rose og rosemary. Þannig að nú vitið þið það verðandi mæður.

Höfundur: Guðbjörg Magnúsdóttir