Rings

Í brúðkaupsferð

ibrudkaupsferdBrúðkaupsferðin ætti að vera eftirminnileg og sérstök. Maður sér fyrir sér fagra eyju og kristaltæran sjó, pálmatré og heitt loftslag, og þar sem áhyggjur eru víðs fjarri. En maður þarf ekkert að fara langt til að fara í yndislega brúðkaupsferð, aðalatriðið er að fara tvö ein í fáeina daga og vera með hvort öðru. En ef fólk hefur þess kost þá er mjög skemmtilegt að fara í einhverja spennandi ferð, skoða töfra Asíu, náttúrfegurð Afríku eða kanna leyndardóma Suður-Ameríku. Það eru óteljandi möguleikar í boði. Svo lengi sem rómantíkin fær að blómstra þá eru allir staðir paradís á jörð fyrir nýgift fólk.

Höfundur : Guðbjörg Magnúsdóttir