Rings

Hverjum skal engin kona giftast!

Eftirfarandi er úr enskum ráðleggingarpistli um almenna kurteisi frá árinu 1870.

Á þessum tíma þótti heppilegra að grundvöllur hjónabands, tengdist ást, sem minnst. Það var aðallega efnahagur pilta og ættgöfgi, sem ráða skyldi ferðinni. Þetta á að einhverju leyti við í dag, en minna er um ráðleggingar, til stúlkna, um þessi efni.

Hvernig forðast má vond mannsefni!

hverjumskal1. Ekki giftast til fjár! 

2. Ekki giftast spjátrungi, sem strunsar um í fínum fötum, með silkihanska og hring á hverjum fingri. 

3. Ekki giftast ókunnugum mönnum, eða þeim, sem lítið er vitað um. 

4. Ekki giftast þeim, sem ekki er huggulegur gagnvart móður og systrum sínum, eða sýnir þeim fálæti. 

5. Ekki giftast manni, sem stundar fjárhættuspil eða talar ógætilega. 

6. Ekki giftast manni, sem neitir og er háður áfengum drykkjum. 

7. Varist og endurskoðið reglulega að börn yðar eigi ekki fól fyrir föður.

Það, sem er sérstaklega skemmtilegt við þennan pistil, er fyrsta reglan. Enn í dag og alla daga er það álitin synd að gifta sig til fjár. En í málsgreininni næst fyrir ofan, er samt ýjað að ágæti þess. Sagt er að tímarnir breytist og mennirnir með, eða hvað?

Samantekt, þýðing og endursögn: Heiðar Jónsson.