Rings

Hvað þarf veislustjórinn að gera?

veislustjoriVeislustjóri er tengiliður milli brúðhjónanna og starfsfólks salarins auk annarra sem koma að veislunni og sér þannig til þess að brúðhjónin geti slappað af og notið dagsins. Hann býður gesti gjarnan velkomna með stuttri ræðu, stýrir veislunni, raðar skemmtiatriðum og ræðum inn á milli rétta og sér til þess að veislan gangi snurðulaust fyrir sig og ekki myndist of mikið af „eyðum“ eða að veislan dragist á langinn eftir að búið er að borða. Gott er að vera með smásögur og brandara á takteinum til að lífga upp á stemmninguna, gerist þess þörf, en það er þó ekki nauðsynlegt. Flestir velja veislustjóra úr vinahópnum eða fjölskyldunni en ef veislustjórinn þekkir ekki mikið til brúðhjónanna er upplagt að hafa samband við skyldmenni, gamla skólafélaga og vini til að fá þessa aðila til að segja frá skondnum atburðum og uppátækjum.

Höfundur: Heiðdís Lilja
Grein úr Nýju lífi