Rings

Hugmyndir að morgungjöf

hugmyndiradmorgungjof

Fyrir hana

 • Skartgripir verða oft fyrir valinu sem morgungjöf og finnst mörgum konum þær aldrei eiga nógu mikið af þeim.
 •  “Diamonds are a girl’s best friend” segir Marilyn Monroe í einu frægasta lagi allra tíma, og felst sannleikskorn í þessari fullyrðingu þar sem eitthvað lokkandi er við demanta sem gerir það að verkum að fæstar konur fá þá staðist. Demantar eru til í öllum stærðum og gerðum, en það er mjög dýrt að kaupa demanta, sérstaklega á Íslandi.
 • Svo er stórkostlegt að fá eitthvað einstakt í morgungjöf eins og ljóð eftir eiginmanninn, eða frumsamið lag/texta.
 • Það er líka falleg lausn að láta listamálara mála mynd af henni.
 • Falleg undirföt/undirkjól úr silki koma til greina.
 • Sængurver, sloppur eða eitthvað nothæft með nöfnunum ykkar ísaumuðum.
 • Falleg sérútbúin dagbók með nafninu hennar.
 • Málverk eða mynd eftir þig.

Fyrir hann

 • Skartgripir. Í dag eru karlmenn ekki síður með skartgripi en konur.
 • Það er hægt að fara til ljósmyndara og láta taka af sér fallega mynd og ramma inn.
 • Áritaður koníakspeli.
 • Bróderaður vasaklútur.
 • Ermahnappar með nafni hans á.
 • Fallegur sloppur með nafninu hans ísaumuðu.
 • Dagbók eða falleg mappa með nafninu.
 • Frumsamið ljóð eða lag/texti eftir þig.
 • Bindisnæla.
 • Málverk eða mynd eftir þig.

Munið að gjöfin þarf ekki að kosta nokkurn skapaðan hlut til að verða eftirminnileg og falleg. Látið hugmyndaflugið og einlægnina ráða ferðinni og reynið að finna út hvað myndi henta best fyrir þinn maka og ykkar buddu. Minnstu gjafir (veraldlega) hafa ekki minna tilfinningalegt gildi en dýrar gjafir. 

Höfundur:Guðbjörg Magnúsdóttir