Rings

Húðin

hudinEins skemmtilegt og spennandi sem það nú er að undirbúa og skipuleggja brúðkaup þá er í mörgu að snúast og oft líður tíminn hraðar en maður gerir sér grein fyrir og streitan tekur völdin. Það er ekki auðvelt að líta vel út og geisla af gleði, orku og heilbrigði á brúðkaupsdaginn sjálfan ef undanfarinn mánuður hefur verið samfelt streitukast. Húðin er eitt af mörgum atriðum sem þarf að huga vel að vegna þess að hún bregst oft á áberandi hátt við streitu. Bólur, þurrkur, baugar og leiðinlegir flekkir skjóta frekar upp kollinum ef húðin er undir álagi vegna streitu.

Æskilegt er að fara í húðhreinsum 10-14 dögum fyrir stóra daginn(ekki fyrr) og alls ekki fara í ljós 2-3 dögum fyrir brúðkaupið. En það er einnig nauðsynlegt að taka inn bætiefni og vítamín sem styrkja hormónakerfið og húðina. Hormónin stjórna því hvort húðin sé of feit eða of þurr og einnig geta myndast bólur ef ójafnvægi ríkir, enda kannast margir við það að fá bólu fyrir blæðingar. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir verðandi brúður og einnigbrúðguma sem vita af því að húð þeirra er viðkvæm eða eru hreinlega með vandamálahúð. Mörg bætiefni styrkja húðina og hormónakerfið og til að þetta verði ekki yfirþyrmandi mikið ætla ég bara að telja upp það helsta. Ómissandi eru Omega-3 perlur, Kvöldrósarolía (omega –6) og Lesitín og upplagt er að taka inn með þessu blöndu af ýmsum steinefnum og vítamínum sem eru sérvalin fyrir húðina.

Stella Sæmundsdóttir hjá Betra líf
http://www.betralif.is/