Rings

Hjátrú og siðir frá öllum heimshornum

  • hjatruAð bera brúði sína yfir þröskuldinn er gamall og góður siður sem táknar að brúðguminn vilji bera konu sína yfir alla þröskulda (erfiðleika) í lífinu og vernda hana.
  • Að dreifa hrísgrjónum yfir brúðhjón að vígslu lokinni er ósk um frjósamt og farsælt líf.
  • Að hafa brauðmat við höndina þar sem brúðhjónin eyða brúðkaupsnóttinni er ósk um að búið verði aldrei matarlaust.
  • Morgungjöf til brúðarinnar er gamall siður, ættaður frá Grikkjum og Rómverjum. Sagt var að morgungjöfin skyldi vera hringur með demanti - tákni kærleikans.
  • Í Albaníu er þekktur siður að dreifa sykri yfir brúðhjón. Það táknar að hjónabandið eigi að vera sætt (hamingjusamt) eins og sykur.
  • Í Póllandi er smápeningum dreift yfir brúðhjónin til að færa þeim auðsæld í lífinu.
  • Í Mið-Austurlöndum er sá siður að verðandi brúðir mála hendur sínar og fætur með svokölluðum "henna" lit til að vernda sig gegn illum öndum.
  • Í Tékklandi er baunum kastað yfir þau nýgiftu í stað hrísgrjóna.
  • Sænskar brúðir setja silfurpening frá pabba sínum og gullpening frá mömmu sinni í sitthvorn skóinn til að tryggja góðan fjárhag í framtíðinni.
  • Í Marokkó fara verðandi brúðir í mjólkurbað fyrir athöfnina til að "hreinsa" sig.
  • Í Hollandi gróðursetja ættingjar furutré í garðinum hjá hinum nýgiftu sem tákn fyrir frjósemi og heppni í hjónabandinu. Einnig er þetta gert í Bermúda en þá er trénu plantað á meðan á veislunni stendur.
  • Japanskar konur giftu sig í hvítu löngu áður en Viktoría drottnig kynnti það fyrir hinum vestræna heimi.
  • Í Danmörku er hefð fyrir því að brúðhjón skiptist á brúðarfatnaði til að verjast illum öndum.
  • Í Egyptalandi færa foreldrar brúðhjónanna þeim mat í heila viku eftir brúðkaupið til að þau geti ...slappað af.
  • Árið 1858 kom Viktoría drottning upp þeirri hefð að spila brúðarmarsinn eftir Wagner þegar brúðurin gengur inn kirkjugólfið.
  • Í Grikklandi setja brúðir sykurmola í hanskann sinn sem tákn fyrir sætu í hjónabandinu.
  • Á Englandi þykir það góðri lukku að stýra ef kónguló finnst í kjóll brúðarinnar.
  • Ef það rignir á brúðkaupsdaginn þykir það merki um að hjónabandið verði hamingjuríkt hjá Hindúum.
  • Í Egyptalandi er hefð fyrir því að klípa brúðina á brúðkaupsdaginn því það á að færa henni lukku í hjónabandinu.
  • Í Þýskalandi er hefð fyrir því að konur séu með salt og brauð á sér til að tryggja góð tengsl á meðan brúðguminn er með hrísgrjón í vasa sínum til að tryggja þeim lukku og fjárhagslegt öryggi.
  • Í Afríku er siður að binda saman hendur brúðhjónanna með fléttuðu grasi þegar búið er að gefa þau saman.
  • í Finnlandi hér áður fyrr báru brúðir ávallt gullkórónur. En "kórónudansinn" svokallaður er gjarnan dansaður í brúðkaupsveislum, þá er bundið fyrir augu brúðarinnar og allar ógiftar konur í salnum hópast í kringum hana og dansa í hring. Eftir svolitla stund á brúðurin síðan að setja kórónuna á einhverja af stúlkunum og ætti hún að verða sú næsta til að ganga í hjónaband.
  • í Kína er rauður litur ástarinnar. Þar tíðkast að brúðir gifti sig í rauðum kjól. Einnig er rauði liturinn notaður í kveðjugjafir, blóm og aðrar skreytingar. Reyndar verður landið æ vestrænna og gifta sig margar konur í hvítu nú til dags.
  • Í Póllandi var hefð fyrir því að næla peningaseðlum í kjól brúðarinnar í veislunni. Í dag hefur þetta þróast í "peningadansinn", en þá nælir fólk peninga í fatnað brúðhjónanna eftir að að hafa fengið að dansa við þau.
  • Í Mexíkó er hefð fyrir því að mynda hjartalaga hring í kringum brúðhjónin þar sem þau dansa sinn fyrsta dans sem hjón.
  • Í Indverskum hjónavígslum er hefðin sú að bróðir brúðgumans dreifi blómablöðum yfir brúðhjónin og er það hluti af hjónavígslunni sjálfri.
Höfundar: Sigríður Inga og Guðbjörg Magnúsdóttir