Rings

Gömul hefð

gomulhefdÞað þótti mikil gæfa hér í gamla gamla daga að eiga pjötlu úr brúðarkjól. Það varð allt vitlaust alltaf og gestirnir hreinlega rifu og tættu kjólinn utan af brúðinni. Þetta þótti ekki sérlega skemmtilegur siður og þetta breyttist síðar í að kastað var frekar einhverjum hlut af sér. Vöndurinn og sokkabandið eru  eitt af þessum hlut sem að brúðurin gaf af sér. Oft á tíðum voru karlmennirnir í brúðkaupinu svo ölvaðir að þeir reyndu allt til að ná sokkabandinu af brúðinni, sem seinna varð til þess að brúðguminn tók sjálfur sokkabandið af og henti til ógiftra karlmanna. Sömuleiðis þróaðist það að brúðurin hennti vendinum í ógiftar konur. Þetta er eitt af þessum hlutum sem hafa haldið sér til dagsins í dag og alltaf jafn gaman af því. "Það varð svo mikill slagur hjá stelpunum í mínu brúðkaupi að vöndurinn tættist út í allar áttir" Það fylgir hjátrúþessum hefðum og þeir sem að grípa þeir ganga næst upp að altarinu. Svei mér þá þetta rætist oft.

Höfundur: Guðbjörg Magnúsdóttir