Rings

Gjafalisti

gjafalistiNú til dags láta brúðhjón oft taka saman gjafalista í verslunum til að auðvelda brúðkaupsgestum að finna réttu brúðargjöfina og koma í veg fyrir að gestir velji sömu gjöfina. En þetta er ekki algilt, en ef fólk á erfitt með að finna réttu gjöfina er þetta mjög sniðugt. Stundum er listinn sendur út með boðskortunum en yfirleitt hafa gestirnir samband við foreldra brúðhjónanna sem benda þá á í hvaða verslunum gjafalistarnir séu. Á gjafalistum er gott að hafa hluti á mismunandi verði sem henta fjárhag hvers og eins. Margir nota tækifærið til að velja sér alls kyns spariborðbúnað, t.d. stell, glös, silfur og hnífapör, enda eru flest brúðhjón búin að vera í sambúð í einhvern tíma þegar gengið er í hjónaband og eiga því orðið nauðsynlegustu búsáhöld.

Höfundur: Guðbjörg Magnúsdóttir