Rings

Gátlisti

gatlisti1Fyrir þá sem vilja hafa allt á hreinu getur verið gott að styðjast við eftirfarandi 12 mánaða skipulag. Þau tímamörk sem hér eru gefin upp eru þó langt í frá heilög og eru meira hugsuð til viðmiðunar. Mundu bara að þegar þú ert farin að þylja gestalistann upp úr svefni er kominn tími til að slaka á og gleyma brúðkaupinu um stund.

 6-12 mánuðum áður

 • Fastsetja brúðkaupsdaginn.
 • Tala við prest eða sýslumann.
 • Panta kirkju.
 • Ákveða hverjir verða svaramenn.
 • Ákveða hvernig brúðkaup og veislu skuli halda og gera fjárhagsáætlun.
 • Útbúa gestalista.
 • Panta veislusal og veitingar.

 4-6 mánuðum áður

 • Athuga með brúðkaupsferð.
 • Skoða og jafnvel pantabrúðarkjól.
 • Athuga með föt á brúðgumann og brúðarmeyjar og -sveina ef það á við.
 • Ákveða tónlist og fyrirkomulag í brúðkaupinu í samráði við prestinn. Bóka skemmtiatriði fyrir veisluna.
 • Panta snyrtingu og hárgreiðslu.
 • Panta gistingu ef verja á brúðkaupsnóttinni á hóteli.
 • Fá vottorð um hjúskaparstöðu hjá Hagstofunni.
 • Kaupa giftingarhringa.
 • Ef þið ætlið í brúðkaupsferð athugið þá hvort þið þurfið að láta bólusetja ykkur.

 4 mánuðum áður

 • Láta útbúa boðskort og söngskrá fyrir gestina. Ef nota á þakkarkort er ágætt að láta prenta þau um leið og  boðskortin.
 • Raða gestum til borðs og útbúa nafnspjöld á borð ef það á við.
 • Panta áletraðar servíettur.
 • Panta brúðartertu.
 • Panta brúðarvöndblóm og skreytingar.
 • Ákveða ljósmyndara og panta myndatöku.

3 mánuðum áður

 • Staðfesta allar pantanir.
 • Staðfesta brúðkaupsferð.
 • Gera ráðstafanir varðandi brúðarbíl.

 1 mánuði áður

 • Senda boðskort. Gott er að merkja við hvern og einn á gestalistanum þegar viðkomandi staðfestir boðið.
 • Láta skrá nöfn hjónaefnanna á gjafalista hjá verslunum.
 • Athuga hvort brúðarkjóllinn sé tilbúinn. Skipuleggja hverjir munu ganga um beina í veislunni.
 • Ganga brúðarskóna til svo að þeir meiði ekki á sjálfan brúðkaupsdaginn.
 • Fara í hárgreiðslu- og förðunarprufu (í kjólnum og með slörið).

 Gott er að fjárfesta í stílabók eða plastmöppu þar sem allar upplýsingar og minnisatriði varðandi brúðkaupið eru geymd á einum stað.

 • Í vikunni fyrir brúðkaupið er mælt með því að fara yfirlokaskipulag með veislustjóra, veitingaþjónustu og öðrum sem koma að skipulagi brúðkaupsins.
 • Daginn fyrir brúðkaupið má m.a. nota til að lakka neglur. Sé brúðurin orðin illa farin af streitu er einnig upplagt að skella sér í smádekur á snyrtistofu, t.d. handsnyrtingu eða slökunarnudd.
 • Njóttu brúðkaupsdagsins – hann rennur jú ekki upp á hverjum degi! (Nema þú sért latínubomba með eigið vörumerki og heitir Jennifer Lopez.)
Höfundur: Heiðdís Lilja
Grein úr Nýju lífi