Rings

Gamalt, nýtt, blátt og lánað

gamaltnyttHin aldagamla hefð um að brúður skulið bera eitthvað gamalt og eitthvað nýtt, einhvern lánshlut og eitthvað blátt, á uppruna sinn að rekja til ensku rímunnar góðkunnu.

Something old, something new

Something borrowed, and something blue.

Svo endar máltækið á þessa leið: and a lucky sixpence for her shoe.

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og hefur þessi hefð skotið rótum í ýmsum þjóðlöndum. Þar skarta brúðir einum hlut ef hverri gerð sem vísan segir til um og á það að boða lukku. Hver hlutur hefur táknræna merkingu og ekki er óalgengt að aðstandendur brúðarinnar gauki að henni hlutunum á síðustu stundu fyrir brúðkaupið. En brúðurinn getur allt eins tekið örlögin í sínar hendur og skaffað sér sína eigin happahluti á deginum stóra.

Ef fólk ákveður að lúta þessari hefð er um auðugan garð að gresja hvað hlutina sjálfa varðar, og eftirfarandi eru hugmyndir sem byggja á enskum brúðkaupum í gegnum aldirnar og ættu að gefa nasaþefinn af því hversu ótakmarkaðir möguleikarnir eru í þessum fræðum. 

“EITTHVAÐ GAMALT” TÁKNAR FRAMHALD 

Smart Antíkhlutir

 • Antíkbókamerki sem getur verið notað til þess að merkja við rétta blaðsíðu sé upplestursefni í brúðkaupinu.   
 • Gamall silkiborði.
 • Barnakoddi brúðarinnar.
 • Útsaumaði vasaklúturinn hennar ömmu.
 • Brúðkaupsmynd af langömmu og langafa sem stillt er upp til sýnis í móttökunni.
 • Söguleg staðsetning valin fyrir brúðkaupið.
 • Fornbifreið sem brúðkaupsbíll.
 • Perluhandtaska.
 • Léttvín borið fram frá þínu eigin fæðingarári.

Erfðargripir

 • Nælur.
 • Hnappar af gamla jakkanum hans pabba.
 • Kampavínsglas í eigu ættingja notað til hátíðarskálar.
 • Handhægur spegill.
 • Eyrnalokkar
 • Gamall trúlofunarhringur einhvers sem þér er kær.
 • Leikhúsloníettur.
 • Brúðarkökuskreyting foreldra þinna.
 • Sjal.
 • Hanskar.
 • Brúðarkjóll móður þinnar. 

Gripir sem hafa tilfinningalegt gildi

 • Fjársjóðir úr barnæsku: hringir, dúkkur, armbönd eða nafnafestar.
 • Gamalt ástarbréf sem mamma eða pabbi hefur geymt í gegnum árin.
 • Smápeningur frá gamalli tíð sem geymdur í skó brúðarinnar og boðar lukku.
 • Brúðkaupsmynd af foreldrum þínum sem geyma má í veskinu.
 • Mynd af þér sem lítilli stúlku.
 • Pjatla úr brúðarkjól ömmu þinnar sem festa má innan á faldinn á þínum kjól. 

EITTHVAÐ NÝTT” TÁKNAR BJARTSÝNI FYRIR FRAMTÍÐINA 

Frábærir fylgihlutir

 • Vöndur með silkiblómum.
 • Hlekkur úr happaarmbandi.
 • Kristalsglas til að skála með.
 • Neflokkur með demanti.
 • Steinum skreytt hálsól.
 • Perlufesti.
 • Sólhlíf.
 • Silkisokkar.
 • Wonderbra brjóstahaldari.

Smart smáatriði

 • Chanel eða Christian Dior varalitur í ljúfum tón.
 • Gott ilmvatn.
 • Hárlenging.
 • Henna húðflúr.
 • Flott klipping og hárlitun.
 • Sexy förðunarveski.

Nýstárlegt og notadrjúgt

 • Gestabók úr leðri með nægu plássi á hverri síðu fyrir gesti að skrifa kveðjur sínar.
 • Hanastél sem er sérblandað og hannað fyrir brúðhjónin.
 • Spánýr smápeningur sem setja má í skó brúðarinnar.
 • Glænýr brúðarbíll.
 • Tyggjóplata.

”LÁNSHLUTUR” TÁKNAR AÐ FÁ HAMINGJUSKAMMT AÐ LÁNI 

Fjársjóðir fjölskyldunnar

 • Gervipelsinn hennar frænku þinnar.
 • Blóm úr garðinum hennar ömmu.
 • Vasaúrið hans pabba.
 • Silkivasaklútur föður þíns.
 • Bænabók ömmu.
 • Sumarhúsið á Spáni sem frændi á (fyrir brúðkaupsferðina)
 • Eyrnalokkar frá tengdó.
 • Bakgarður foreldranna.
 • Uppáhaldslagið pabba og mömmu (fyrir fyrsta dansinn)
 • Hlýralausi brjóstahaldarinn sem systir þín á.
 • Orðin sem foreldrar þínir skiptust á í sínu brúðkaupi.

Smávægilegir smáhlutir

 • Bók með ástarljóðum í eigu vinar sem taka má með sér í brúðkaupsferðina.
 • Farsímar.
 • Hárspennur.
 • Hnífur með perluskapti til að skera tertuna.
 • Dýrmætur smápeningur.
 • Perlufesti.

Sætt og sniðugt

 • Guðdómlegt gæludýr.
 • Blómastúlka.
 • Sundlaug eða heitur pottur í eigu vinar (fyrir eftirpartíið)
 • Orð skálda eða heimspekinga sem skreyta má athöfnina með.
 • Létt sjal.
 • Sólvörn.

“EITTHVAÐ BLÁTT” TÁKNAR TRÚ, LUKKU OG ÁST 

Brúðkaupsnauðsynjar

 • Bláar blöðrur.
 • Bréfskraut.
 • Sokkaband.
 • Skyrta (eða jafnve hár) brúgumans.
 • Ísblár brúðarkjóll.

Blóm og fegurð

 • Bláar augnlinsur.
 • Blátt naglalakk.
 • Bláber sem skraut í blómvendi og á borð.
 • Hárskraut úr bláum blómum.
 • Augnskuggi.
 • Glimmer farði.
 • Borði í hár eða um blómvönd.
 • Húðflúr í bláum lit.
 • Lítil blá hjartaaskja sem komið er fyrir í brjóstahaldara eða veski.

Hátíska og húmor

 • Ljósblár undirkjóll eða undirpils
 • Blátt úr.
 • Bláir saumar í brúðarkjólnum.
 • Nöfn brúðhjóna skrifuð með blárri krít á gangstéttina.
 • Bláar nærbuxur.
 • Blár spotti bundinn um fingur þér sem áminning um að ástin skal í lífinu þrífast.
 • Kóróna með bláum steinum.
 • Blár brúðarbíll.
 • Blár verndargripur.
 • Veski.
 • Fartölva.
 • Nærföt.
 • Silkiborðar.

Vonandi finnið þið eitthvað við ykkar hæfi. 

Höfundur: Guðbjörg Magnúsdóttir