Rings

Frægir Brúðarkjólar og brúðir

Hér höfum við morgunverðarmatseðil brúðarveislunnar, sem haldin var í tilefni giftingar Maud Noregsprinsessu og Karls Danaprins. Hann varð síðan Hákon VII Noregskonungur og þau foreldrar Ólafs Noregskonungs. 

Grace Kelly var 26 ára kvikmyndastjarna, þegar hún giftist Rainier Fursta af Monaco í apríl 1954. Brúðarkjóllinn, var hannaður af Helen Rose yfirhönnuði MGM kvikmyndaversins, en hún var höfundur óteljandi kvöldkjóla Hollywood kvikmynda. Brúðkaupið var sýnt í sjónvarpi, í 9 löndum og eftirlíkingar af kjólnum sáust í flestum brúðkaupum, í langan tíma á eftir. Kjóllinn sjálfur var uppí háls, með löngum ermum. Pilsið var rykkt frá mitti og bjöllulagað, en það þurfti þrjú undirpils úr tjulli og silki til að ná víddinni og glæsileikanum. Síðan var lítil perluhúfa (Juliet-cap), grunnurinn fyrir glæsilegt slör, með perlusaumuðum jöðrum. (Kjóllinn er til sýnis í heimabæ brúðarinnar, í Listasafni Fíladelfíuborgar).

Brúðarkjóllinn breytti tískunni frá kjólum úr fljótandi efnum í miklu efnismeiri og íburðarmikla og skrautlegri kjóla. Hann var úr miklu magni af Valencíublúndu, silkitafti og blúndu, sem kennd er við Brussel. Allt þetta var svo með 1000 ásaumuðum perlum. Brúðarvöndurinn var úr Liljum Vallarins og Furstinn skar brúðartertunna með sverðinu sínu, sem var hluti af viðhafnareinkennisbúningnum, sem hann bar, í tilefni dagsins.

Elízabet Englandsdrottning, giftist skömmu áður, en hún varð þjóðhöfðingi Bretaveldis. Kjóllinn hennar var hannaður af Norman Hartnell.

Brúðkaup síðustu aldar, að flestallra mati var þegar Karl Bretaprins, gekk að eiga hina ungu og fögru Díönu. Kjóllinn, sem er líka talinn eitt af mestu tískuleyndarmálum aldarinnar, var hannaður af Elízabetu Emanuel.

Safnað saman og þýtt af Heiðari Jónssyni.