Rings

Ferðatékklisti

fegurdartekklistiMargt þarf að hafa í huga þegar fólk hyggur á brúðkaupsferð, og leiðinlegt er að gleyma einhverju mikilvægu eins t.d. passanum, lyfjunum sínum eða öðrum ómissandi hlutum. Ferðin verður miklu afslappaðri ef hlutirnir eru á hreinu og skipulagið gott. Farið í gegnum eftirfarandi lista oft áður en lagt er í’ann.

Vegabréf og ökuskírteini. Ökuskírteinið er ómissandi ef fólk ætlar að taka bílaleigubíl.

Sjúkra-og slysavottorð (E-111) sem gildir innan EES. Þessir pappírar eru ómissandi á ferðalögum, því ef þú veikist eða lendir í slysi er algjör óþarfi að hafa áhyggjur af því hvort þú hafir efni á því að njóta almennrar þjónustu á spítölum eða ekki. Með þessum pappírum hefur þú sömu réttindi og innfæddir og kostnaðurinn er sá sami.

Lyf. Ef þú tekur inn lyf þá er það vitað mál að án þeirra getur þú ekki verið. Það getur verið mjög erfitt og dýrt að fá þau erlendis, fyrir utan óþægindin. Einnig er ómissandi að hafa með sér verkjalyf, Immodium (ef fólk fær niðurgang), Asýran (ef fólk fær brjóstsviða). Þegar fólk snýr matarræðinu alveg við eru miklar líkur á því að það finni fyrir einhverjum óþægindum í maga og verður fyrir meltingatruflunum.

Leikföng. Ef þú ferðast með börn þá er ómissandi að hafa nóg af leikföngum, bæði í fluginu og almennt. Lesið fyrir þau allt um staðinn sem þið eruð að fara á, þeim finnst það rosa gaman.

Góða skó...  fyrir alla fjölskyldumeðlimi!!! Það er lykilatriði að vera á góðum skóm! Hvaða kona kannast ekki við það að pakka fullt af geggjuðum skóm sem eru kannski ekki þeir þægilegustu. En endar svo í einhverjum ljótum inniskóm sem eftir er ferðarinnar því hún er öll út í blöðrum og sárum og kemst ekki í aðra skó. Fæturnir þrútna í hita og við breytt loftslag, auk þess eykst álag á fætur þegar fólk gengur mikið eins og verða vill á skoðunarferðum erlendis.

LesefniLesið ykkur til um áfangastaðinn... hvert á að fara að borða, skemmta sér, versla o.s.frv. Það er mun auðveldara að ferðast þegar fólk er búið að kynna sér bestu staðina. Kaupið ferðahandbókþví það er ótrúlegt hvað maður getur bjargað sér á þeim.

Neyðarnúmer. Finnið öll neyðarnúmer á viðkomandi stað. Fátt er verra en að lenda í óhappi af einhverju tagi og vita ekki hvert á að snúa sér. Það er alls ekki sjálfgefið að fólk tali sömu tungumál og við. Einnig er gott að hafa númerið hjá íslenska sendiráðinu ef það er á viðkomandi stað. Skiljið einnig eftir símanúmer hjá ættingjum til þess að þeir geti náð í ykkur ef eitthvað skildi koma upp á.

Innanklæða veski. Kaupið ykkur magatösku því það er ekki öruggt að vera með hand- eða hliðartösku. Þeir eru ótrúlega klókir þessir ræningjar að stela af manni töskunni án þess að maður taki eftir því. 

Einnig er sniðugast að vera með einnota myndavélar, það er svo sárt að þegar maður týnir myndavélinni.

Merkið farangurinn vel áður en þið leggið af stað út á völl, því það gerist mjög oft að töskur týnast.

Hafið vatn með ykkur í handtöskunni því maður verður alltaf svo þyrstur þegar maður ferðast. 
Hreyfið ykkur í flugvélinni, sérstaklega ef um langt flug er að ræða, vegna aukinnar hættu á blóðtappa.

Ekki ferðast með dýra skartgripi, skiljið þá eftir heima. Skartgripir hafa ótrúlegt tilfinningalegt gildi fyrir okkur það og er ömurlegt ef þeir týnast. Svo ráðast glæpamenn frekar á fólk sem er með áberandi skartgripi. 

Ekki taka of mikið með ykkur, það er óþarfi að fylla margar töskur af fatnaði þar sem það eru þvottahús út um allt. En nauðsynlegt er þó að taka með eitt gala dress, því að það eru margir staðir bæði veitingastaðir og klúbbar sem eru með svokallað "dresscode".

Munið að láta bólusetja ykkur ef þess þarf. Talið við lækninn ykkar og látið hann meta það hvort það þarf að bólusetja ykkur.

Síðast en ekki síst góða skemmtun og njótið lífsins í nýju landi. :)

Höfundur: Guðbjörg Magnúsdóttir