Rings

Feng Shui

feng_shuiNýjasta æðið í hinum vestræna heimi í dag er “feng shui”, og spyrja margir sig hvað í ósköpunum það sé. Ekki er um neina nýung að ræða heldur 3000 ára gamalt dulspekikerfi. Bein þýðing er “vindur og vatn” og gengur kerfið út á það að koma hlutunum í kringum sig þannig fyrir, bæði heima og á vinnustað, að gott andrúmsloft skapist.  Með því má bæta samskiptin á heimilinu, fjármálin, ýta undir góða heilsu og skapa góðan orðstír svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að þekkja náttúruna og bera virðingu fyrir henni. Þegar byggja á hús er til dæmis ekki sama í hvaða átt útidyrnar snúa. Feng shui sérfræðingar halda því fram að með því snúa rúminu, færa hluti á borð við málverk og spegla geti ótrúlegir hlutir gerst. Þetta kann að hljóma furðulega í okkar eyrum en samt vilja margir meina að þetta virki vel, og fólk býr mjög víða við þessa reglu. Margar stórstjörnur ráða til sín feng shui sérfræðinga til að hjálpa sér við að skipuleggja heimili sín.

Óhindrað orkuflæðið

Feng shui fræðin segja að umhverfið endurspegli manns innra líf, og ef vel er að gáð er mikið til í því. Innsti kjarni mannsins tengist umhverfinu órjúfanlegum böndum. Hafið þið ekki tekið eftir því að það er mjög misjafnt hvernig manni líður í annara manna húsum, án þess að hægt sé að skýra af hverju? En þá er andrúmsloftið oft hreinlega slæmt, of dimmt, og þröngt eða eitthvað annað sem ekki gengur upp í skipulagi heimilisins. Aðalatriðið er að hindra ekki orkuflæðið inn á heimilið og feng shui hjálpar okkur að hagræða hlutunum þannig að orkan á auðveldara með að koma til okkar, það þurfa allir á hámarksorku að halda.

Út með draslið

Eitt stærsta lögmálið í feng shui er að henda öllu drasli. Þetta þýðir að bókstaflega öllum hlutum sem þú notar ekki áttu að henda. Hentu bókum sem þú ert búin að lesa og ætlar ekki að lesa aftur, sömuleiðis gömlu fötunum, þau safna bara ryki. Feng shui fræðin kenna að með því að eiga minna á maður í raun meira, og með því að losa sig við eitthvað gamalt þá skapast rými fyrir eitthvað nýtt, en oft getur verið svolítið erfitt að sleppa. En eftirfarandi regla er nánast undantekningalaus: drasl kallar á meira drasl.

Í mörg horn að líta

Staðsetning útidyrahurðarinnar er gríðarlega mikilvæg, og grunnurinn að því sem Kínverjar kalla Ba Gua sem segir til um hvaða svið lífsins hvert svæði íbúðarinnar er táknrænt fyrir. Í feng shui er íbúðinni skipt í níu jafnstór svæði, og ástandið í hverju horni gefur til kynna hvernig íbúum vegnar á tilteknu sviði. Í ástarhorninu er mikilvægt að hafa eitthvað táknrænt fyrir ástina, t.d. brúðarmynd, tvær styttur eða par af einhverju. Það er alveg bannað að hafa mynd af Búdda eða eitthverju slíku sem táknar getur einsemd. Sömuleiðis er mikilvægt að hafa eitthvað táknrænt á peningasvæðinu, til dæmis eitthvað gyllt. Í litlum íbúðum getur vantað sum svæðin, en þá er hægt að búa til ný svæði t.d. með spegli eða kristal. Í þessum fræðum eru oft einfaldar lausnir það eina sem þarf. Ba Gua kerfið á rætur sínar að rekja langt aftur í fornöld þegar maðurinn bjó í helli. Kenningin er sú að minningin um hellafyrirkomulagið sé enn þá grafið djúpt í vitneskju mannkynsins. En hér fyrir neðan er sýnt hvernig þetta raðast niður.

Suð-austur 

TRÉ 
Lífsgæði og blessun

Suður 

ELDUR 
Frægð og viðurkenning

Suð-vestur 

JÖRР
Hjónaband og samskipti 
  
Austur 

TRÉ 
Heilsa og fjölskylda

Miðjan 

JÖRР
Jafnvægi og heilsa

Vestur 

MÁLMUR 
Börn, áform, 
sköpunarkraftur 
  
Norð-austur 

JÖRР
Nám og íhugun

Norður 

VATN 
Velgengni og starfsframi

Norð-vestur 

MÁLMUR 
Vinir, ferðalög, velgjörðamenn 

Ef maður vill taka þetta alvarlega þá er ekki nóg að lesa sig til heldur er nauðsynlegt fá til sín sérfræðing, hér að neðan fylgja þó nokkur almenn ráð. 
  
Ráð 1
Ef þú ert að flytja í nýtt húsnæði, þá er mjög gott að kanna hvernig fyrrverandi íbúum vegnar í lífinu. Ef að hafa nokkur pör sem hafa búið í íbúðinni hafa skilið, þá gæti íbúðin verið óheppileg fyrir hjón. Ef þú ert að fara að opna verslun eða fyrirtæki þá er einnig gott að kanna fyrri sögu húsnæðisins. Ef fyrirtækinu sem áður var í húsnæðinu vegnaði vel eða þurfti að stækka við sig er það góðs viti. 
  
Ráð 2
Eins og nefnt var hér fyrir ofan, skaltu losa þig við allt drast og dót sem er ekki í notkun til að opna fyrir nýrri orku. Þú getur annað hvort gefið það eða selt. Hafðu snyrtilegt í kringum þig, það gefur betra andrúmsloft og óreiða í huga þýðir neikvæðar tilfinningar. 
  
Ráð 3
Ef eitthvað er bilað skaltu ekki draga það að láta gera við það. Mjög mikilvægt er að gluggar séu hreinir og snyrtilegt í gluggakistum. Það flæðir orka inn um gluggana, þeir eru “auga lífsorkunnar”. 
  
Ráð 4
Eldhúsið: Ekki er gott að snúa baki í eldhúsdyrnar á meðan eldað er. Settu spegil fyrir ofan eldavélina svo þú sjáir dyrnar, það skapar meira jafnvægi. Ef kokkinum líður illa hefur það slæm áhrif á matinn. Sömuleiðis á alls ekki að nota sömu helluna, en það segja sérfræðingar að sé slæmt fyrir peningamálin. 
  
Ráð 5
Hjónarúmið: Fólk eyðir þriðjungi ævinnar í rúminu, varnalaus sofandi. Það er mjög mikilvægt að þú sjáir hurðina, það gefur öryggistilfinningu. Ef svo er ekki er hægt að setja spegil upp þannig að þú sjáir dyrnar þegar þú liggur í rúminu. En gættu þess að þú sjáir ekki sjálfan þig í þessum spegli, það er slæmt Feng shui. Í svefni getur maður losað sig við alls kyns neikvæða orku og spegillinn kastar orkunni aftur inn. Speglar er annars mjög mikilvægir í Feng shui, þeir standa fyrir sjálfsvirðingu og sjálfsmynd. Gott er að hafa stóran spegil annars staðar en í svefnherberginu sem endurspegla mann allan.  Minni speglar skera mann í tvennt og speglaflísa er eitt það versta sem til er í Feng shui, þær brjóta mann í þúsund mola. Svoleiðis spegilmynd er ekki góð! 
  
Ráð 6
Útidyrnar: Ástand og útlit inngangsins eru afar mikilvæg. Þar skal allt vera í röð og reglu svo að orkan flæðir óhindrað inn. 

Þýtt og endursagt: Guðbjörg Magnúsdóttir