Er skynsamlegt að gera kaupmála?
Helstu ástæður þess að fólk gerir kaupmála eru tvær. Annars vegar mikill „aðstöðumunur“ þar sem annað hjóna á miklar eignir – eða miklar eignir í vændum. Hins vegar er ekki síður algengt að fólk geri kaupmála þegar annað hjóna stendur í áhættusömum rekstri. Við slíkar aðstæður er þó ekki endilega nauðsynlegt að gera kaupmála, heldur er nóg að skrá eignirnar á nafn hins. Ólíkt því sem gerist í sambúð eru eignir í hjúskap annaðhvort séreignir eða hjúskapareignir – og eignir í hjúskap geta ekki orðið séreignir nema samkvæmt kaupmála. Hjón bera ekki ábyrgð á skuldum hvort annars. Um tuttugu prósent hjónaefna gera með sér kaupmála fyrir hjúskap.