Drykkir
Í venjulegri vínflösku eru 75 cl. Slík flaska dugar í 6 vínglös en til að hafa einhverja hugmynd um hversu mikið vín eigi að kaupa fyrir brúðkaupsveisluna má reikna með eftirfarandi magni á mann:
Brúðarskál: 2-3 glös.
Kampavín eða freyðivín í u.þ.b. 2 klst: 3-4 glös.
Kampavín eða freyðivín í u.þ.b. 4 klst: 5-6 glös.
Hvítvín með forrétti: 1-2 glös.
Hvítvín/rauðvín með aðalrétti: 3-4 glös.
Vín með eftirrétti: 1-2 glös.
Munið að hafa einnig óáfenga drykki á boðstólum.