Rings

Brúðkaupsmyndir

brudkaupsmyndirFlestum þykir ómissandi að festa brúðkaupsdaginn á filmu, enda einn stærsti dagur í lífi fólks. Undanfarin ár hefur verið vinsælt að fá ljósmyndara til að taka myndir allan brúðkaupsdaginn, allt frá því að hin tilvonandi brúðhjón koma til vígslunnar og þar til veislugestir eru farnir að tínast heim.

Algengast er að vinir eða ættingjar sjái um að taka myndir af brúðhjónunum á meðan þau eru að undirbúa sig fyrirathöfnina. Vinkona brúðarinnar fer gjarnan með henni ísnyrtingu og hárgreiðslu og tekur nokkrar myndir á meðan. Eins er með brúðgumann. Þegar kemur að athöfninni sjálfri er hins vegar gott að hafa lærðan ljósmyndara til að vera viss um að myndirnar heppnist vel. Eftir athöfnina vilja flest brúðhjón fá myndir af sér saman sem eru teknar í ljósmyndastúdíói, í kirkjunni eða úti í náttúrunni, allt eftir smekk hvers og eins.Flestir ljósmyndarar sem taka að sér að koma í brúðkaup taka líka myndir í veislunni. Það kostar mismikið að ráða ljósmyndara til að taka myndir í brúðkaupum en reikna má að það kosti frá 30 þúsund krónum og upp úr. Innifalið í því eru filmur, öll vinnan við myndatökuna og ljósmyndirnar sem eru afhentar í fallegu albúmi.

Listi yfir það sem gaman er að eiga á mynd:

 • Undirbúningur brúðar
 • Undirbúningur brúðguma
 • Skreytingar á kirkju og sal
 • Gestir á leið í kirkju
 • Athöfnin frá upphafi til enda
 • Brúðhjónin á kirkjutröppum eftir athöfn
 • Fjölskyldur brúðhjóna
 • Vinir brúðhjóna
 • Gestir að koma í veislu
 • Brúðhjónin að koma í veisluna
 • Ræður
 • Skemmtiatriði
 • Veislugestir
 • Brúðhjón skera tertu
 • Fyrsti dansinn
 • Brúðhjón yfirgefa veislu
Höfundur: Sigríður Inga
Grein úr Gestgjafanum