Rings

Brúðarblóm

brudarblomLengi hefur tíðkast að brúðir skreyti hár sitt með blómum og haldi á blómvendi við giftinguna. Um lok 18. aldar komst brúðarvöndur í tísku í Frakklandi. Í fyrstu var hann barmvöndur en breyttist síðan í handvönd. Á þeim tíma valdi brúðurin blómin í vöndinn eftir því hvað þau táknuðu, en sumar blómategundir standa fyrir einhvað ákveðið og litur þeirra er einnig merkingu hlaðinn:

Hvítur: Hreinleiki, Friður.
Rauður: Styrkur, Heilsa, Vörn, Ástríða, Hugrekki.
Ljósblár: Græðandi, Þolinmæði, Hamingja.
Dökkblár: Breytingar.
Grænn: Fé, Frjósemi, Vöxtur.
Gulur: Skilningur, Hrifning, Stöðuleiki.
Bleikur: Ást, Kraftur.
Appelsínugulur: Orka, Örvun.
Fjólublár: Vald, Græðandi, Andlegt.

Í dag er algengara að velja blóm og liti í vöndinn eftir persónulegum smekk hvers og eins. Barmblóm brúðgumans er iðulega af sömu tegund og í sama lit og blómin í brúðarvendinumÞessi hefð á rætur sínar að rekja aftur til miðalda þegar riddarar báru liti heitmeyja sinna eða kvenna í burtreiðum og keppnum.

Að kasta brúðarvendi og sokkabandi

Á 14. öld þótti það boða gæfu að eiga pjötlu úr kjól brúðarinnar. Gestir rifu bókstaflega og tættu kjólinn til þess eins að fá bút úr honum. Til að koma í veg fyrir þennan hræðilega sið upphófst sú venja að kasta ýmsum hlutum til gestanna og er sokkabandið einn af þeim. 
Það var þó brúðurin sem kastaði sokkabandinu sjálf því að oftar en ekki voru karlmennirnir svo drukknir að þeir reyndu að fjarlægja sokkabandið sjálfir. Uppfrá þessu hófst sú venja sem við þekkjum í dag að brúðguminn fjarlægi sokkabandið og kasti því til ógiftra karla en brúðirnar kasta brúðarvendi sínum til ógiftra kvenna, því fylgir mikil hjátrú að vendinum fylgi ekki bara mikil gæfa heldur einnig að sú sem hann grípur verði sú næsta til að ganga í hjónaband.

Höfundur: Guðbjörg Magnúsdóttir