Brúðarbíllinn
Flest brúðhjón koma akandi á fallega skreyttum bíl til kirkjunnar. Yfirleitt er brúðarbíllinn í einkaeigu einhvers sem þekkir til brúðhjónanna og er tilbúinn til að lána þeim eðalvagn sinn, en ef engin slík bifreið býðst er til dæmis hagt að leita til leigubílastöðva. Einnig eru til bílaleigur sem leigja út eðalvagna og jafnvel er hægt að tala við fornbílaklúbbinn.
- Athugaðu með bíl í tíma, helst með 8-10 mánaða fyrirvara.
- Vertu með varabíl til taks er eitthvað skyldi út af bregða. Mundu eftir að panta tíma í tæka tíð til að láta skreyta bílinn.
- Ef bílinn er leigður ættirðu að fá uppgefið verð áður en þú skrifar undir samninga.