Rings

Börn í sól

bornisolEf þið ætlið að taka börnin með ykkur í sólskinsríka brúðkaupsferðina er gott að hafa eftirfarandi í huga.

  • Alls ekki láta börnin ykkar vera í sólinni án þess að bera á þau sólarvörn, sama á hvaða aldri þau eru.
  • Notið sólarvörn sem er sértaklega ætluð börnum.
  • Það þarf að bera á börn sem busla mikið í sjó á nokkurra klukkustunda fresti.
  • Sólin er sterkust milli 12 og 14 á daginn og er ekki mælt með því að fólk sé í sólinni þá, sérstaklega ekki börn.
  • Börn undir 1 árs aldri eiga ekki að vera þar sem skín beint á þau, heldur undir sólhlíf.
  • Einnig er mjög sniðugt að klæða lítil börn í létt föt og setja á þau sólhatt til að verja þau gegn sterkustu geislunum.
  • Síðast en ekki síst munið að gefa börnum ykkar mikið vatn. Líkaminn tapar miklum vökva í sól og er aðalorsök sólstings einfaldlega vökvaskortur. 
Höfundur: Guðbjörg Magnúsdóttir