Börn í brúðkaup
Ef fólk kýs að bjóða börnum í brúðkaupsveisluna með skipulagða dagskrá fyrir þau. Einnig er sniðugt að ráða einhvern utanaðkomandi í það hlutverk að hafa ofan af fyrir börnunum. Það er hægt að vera með leiki, lesa fyrir þau, t.d. upp úr Biblíunni um hjónabandið vera með sérútbúna dótapoka ofl. Það er líka hægt að vera með video og ef veðrið er gott er upplagt að vera úti og gera eitthvað skemmtilegt. Það þekkja það allir sem eiga börn að þau geta orðið svolítið eirðarlaus og pirruð í veislum ef það er ekkert spennandi fyrir þau að gera, og það er líka mjög skiljanlegt, þau eru jú börn. Það eiga allir að njóta þess að vera í veislum á hvaða aldri sem þeir eru.