Rings

Borgaraleg gifting

borgaralegGifting þarf ekki nauðsynlega að fara fram í kirkju. Þegar par hefur ákveðið að staðfesta sambúð sína með lögformlegum hætti er hægt að velja um borgaralega eða kirkjulega giftingu. Borgaraleg gifting fer fram hjá sýslumönnum landsins eða löglærðum fulltrúum þeirra. Yfirleitt fer borgaraleg vígsla fram á skrifstofu sýslumanns og hjá Sýslumanninum í Reykjavík er salur þar sem flestar slíkar hjónavígslur fara fram. Þar komast 8 gestir í sæti en einnig er hægt að standa og komast þá fleiri fyrir. Borgaraleg hjónavígsla tekur um 10 mínútur. Ákveðnum pappírum þarf að koma til skila viku fyrir vígsluna en það eru fæðingarvottorð, hjúskaparstöðuvottorð og ljósrit af skilríkjum. Auk þess þarf að fylla út ákveðin eyðublöð og fá undirskrift tveggja svaramanna en þeir þurfa ekki endilega að vera viðstaddir athöfnina. Á árinu 2000 voru borgaralegar hjónavígslur 259 á móti 1518 kirkjubrúðkaupum. Borgaraleg hjónavígsla kostar 5100 kr.  Hér getur þú farið inn á síðu Sýslumannsins í Reykjavík.

Höfundur: Heiðdís Lilja
Grein úr Nýju lífi