Rings

Blessuð börnin

bornÞegar börn eru í spilinu getur gleymst að hugsa til þess hvar þau eigia að vera á brúðkaupsnóttina, en nauðsynlegt er að koma þeim fyrir á góðum stað. Erfitt að finna pössun ef um kvöldbrúðkaup er að ræða, því þá eru að ættingjar og vinir líklega að taka þátt í veislunni. Ef fengin er utanaðkomandi manneskja sem þekkir börnin ekki vel er nauðsynlegt að byrja snemma að kynna þau til þess að börnunum líði vel með viðkomandi aðila.

Litlir aðstoðarkokkar

það er lykilatriði að skipuleggja sig vel í undirbúningi brúðkaupsins. Börnin eiga það til að fá höfnunartilfinningu þegar foreldrarnir gefa sig allan í undirbúninginn og gleyma að þarna eru litlar sálir á ferð sem skilja ekki allt af sjálfu sér. Leyfið börnunum að vera með, það er alltaf eitthvað sem þau geta gert sama á hvaða aldri þau eru. Það verður allt svo skemmtilegt ef allir vinna saman og börnin verða stolt af því að hafa hjálpað til í svona mikilvægu verkefni. Einnig er mikilvægt að tala við börnin og segja þeim allt um giftinguna og þýðingu hennar.

Höfundur: Guðbjörg Magnúsdóttir