Rings

Ástin er hormón

astinerhormonPrófessor við háskólann í Edinborg, Gareth Leng, heldur því fram að hormón sem kallast oxytocin stjórni því hvenær og af hverjum konur verða ástfangnar. Hormónið hefur áhrif á heilastarfsemi kvenna, að sögn prófessorsins, og veldur því að þær tengjast öðrum einstaklingi tilfinningaböndum. Þar sem heilar karla starfa á annan hátt kemur oxytocin síður við sögu þegar ástin grípur þá. Hjá þeim fer framleiðsla annars hormóns í gang. Það nefnist vasopressin en áhrif þess hafa ekki verið kortlögð nákvæmlega. Talið er að framleiðsla líkamans á oxytocin aukist við kynmök. Þetta gæti því verið aðferð náttúrunnar við að tengja einstaklinga sem hafa eðlað sig og eru þar með líklegir til að eignast saman afkvæmi. Gerðar hafa verið tilraunir þar sem hormóninu er sprautað í dýr og síðan fylgst með hegðun þeirra. Virðist oxytocin styrkja tengsl á milli “para” af ýmsum dýrategundum og virkaði m.a. mjög vel á nagdýr. 
Leng segir að þegar framleiðsla þessa hormóns hefur einu sinni farið hressilega í gang breytist hreinlega eitthvað í heilanum – til frambúðar. Hann hefur sett fram þá tilgátu að því oftar sem par stundi kynmök, þeim mun sterkara verði sambandið.

Höfundur: Jónína Leósdóttir
Grein úr Nýju lífi