Rings

Hjartalag

Hjartalag hannar gjafavörur með ljóðum á. Ljóðin og hönnunin eru eftir Huldu Ólafsdóttur. Gjafavörur s.s. Hjörtu úr plexígleri, kerti, dagatal, bækur plaköt og kort fyrir flest tækifæri fást hjá fjölmörgum blóma- og gjafavöruverslunum um land allt. Einnig er hægt að panta á vefnum eða í gegnum facebooksíðu Hjartalags.

Hjartalag hóf upphaflega starfsemi árið 2011 með framleiðslu á kortum með litlum ljóðabrotum eftir Huldu. Árið 2012 hófst vinna við að bæta við sig fleiri vörutegundum með ljóðunum á og í dag má fá um 50 tegundir af tækifæriskortum, gjafavörur auk kærleikslínu sem samanstendur af kerti, hjarta, plakati og korti en Hulda er stöðugt að bæta við nýjum vörum. Þá hefur uppskriftabók fyrir uppáhalds uppskriftirnar þínar bæst í hópinn.

Árið 2013 opnaði Hjartalag vefinn hjartalag.is en hann er með rafrænum tækifæriskortum. Kortin má senda endurgjaldslaust hvert á land sem er. Þar má finna gott úrval korta fyrir flest þau tækifæri sem til eru. Ensk útgáfa síðunnar opnaði í mars 2014.

Markmið Hjartalags er að færa fólki hlýju og væntumþykju með ljóðunum sínum og grafík.

Hjartalag_TVK_litil

Hjartalagvorur

KertiogBaekur

Uppskriftabok_hopkaup