Blómabrekkan
Ég Ásdís Kjartansdóttir blómaskreytir lauk námi í blómaskreytingum frá Landbúnaðarháskóla Íslands vorið 2008. Eftir það stundaði ég verknám, lengst af í blómabúðinni Blómagallerí í Reykjavík. Lauk verknámi vorið 2010. Síðla sumars 2010 opnaði ég mína eigin blómaverslun á Húsavík, Blómabrekkan. Ég legg áherslu á blómaskreytingar við öll tækifæri lífsins allt frá vöggu til grafar. Viðskiptavinir athugið. Að gefnu tilefni er velkomið að hringja og panta heimsendingar eða viðtöl á mánudögum og fyrir hádegi aðra opnunardaga. Skreytingar við öll tækifæri. Ásdís er í Félagi blómaskreyta.