GISTIHEIMILIÐ KVÖLDSTJARNAN
Í sjávarþorpinu Stokkseyri er gistiheimilið Kvöldstjarnan. Á gistiheimilinu er heimilisleg gisting í uppbúnum rúmum. Öll aðstaða er eins og best verður á kosið. Á efri hæð er íbúð með stórum svölum og góðu útsýni yfir þorpið og til fjalla. Í íbúðinni geta gist allt að 6 manns í frábærri aðstöðu með eldhúsi, borðstofu, setustofu og baði. Á neðri hæð eru tveggja manna herbergi með aðgangi að baðherbergi, salerni, eldhúsi, setustofu og stórri verönd. Internet aðgangur fylgir gistingunni. Stutt er í allar fallegustu náttúruperlur suðurlands, og í göngufæri eru sundlaug, söfn og veitingastaðir. Í nokkurra kílómetra fjarlægð er svo fuglafriðland í flóa.
Hugmynd að brúðkaupsgjöf, nótt á Kvöldstjörnunni.